Leita í fréttum mbl.is

Ferðasaga á Flúðir

Lagt var af stað kl 09:20 á laugardagsmorgun og haldið til Garðabæjar að horfa á minnibolta karla sem voru að keppa þar. Strákarnir unnu leikinn örugglega á móti Hrunamunnum, smá upphitun fyrir stelpurnar sem virðast geta horft á körfubolta allan daginn mér til mikillar ánægju :)

Eftir leikinn var skipt um bílstjóra þar sem þjálfarinn Bjössi mega bílstjóri tók við og héldum við af stað til Flúða. Allt gekk vel og stoppað var í Krónunni á Selfossi þar sem Bjössi átti eftir að nesta sig, stelpurnar tóku sig til og kölluðu hann pabba og voru að biðja hann um að kaupa hitt og þetta :) þeim fannst það mjög fyndið en hann sneri því nú bara við :)

Við komum til Flúða og þar tók Einar körfuboltalegent á móti okkur ásamt, Andreu, Hönnu og Nínu en gist var í félagsheimilinu eins og í fyrra, mjög fín aðstaða.

Á laugardagskvöldinu fórum við út að borða öll sömul á Grund og var það bara mjög flott, eftir það var farið að horfa á mynd en við Einar vorum nú ekkert yfir okkur hrifin af myndavalinu hjá stelpunum held að hún hljóti að hafa verið bönnuð 18 ára og yngri :) en allir bara hressir með það :)

Eins og sést á úrslitunum þá unnu stelpurnar alla sína leiki sannfærandi þó ekki sé meira sagt, ég held að þetta sé besta turnering sem þær hafa spilað, allavega var þjálfarinn mjög ánægður :) Þær voru allar félaginu sínu, þjálfara og foreldrum til sóma, alveg ferlega flottar stelpur sem við eigum.

Keyrðum við svo heim á sunnudag eftir síðasta leikinn, komumst Kambana afþví að Bjössi keyrði, undirrituð er of lofthrædd til að keyra þá upp :) enduðum svo í Garðabæ til að horfa á síðasta leik hjá strákunum í minniboltanum þar sem þeir sigruðu KR. Vorum komin heim um 18:00 á sunnudagskvöldinu.

Flott helgi og ekkert smá gaman að vera með þeim. Takk fyrir mig.

Kveðja Þórunn Þorbergs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju stelpur og Bjössi! Það var rosalega gaman að horfa á þær,sjá þær spila svo vel saman og hve gott samband er þeirra á milli. Go girls!

Inga mamma Elsu (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 21:41

2 identicon

Þið erum flottust!! :) mikið eiga þær gott að eiga ykkur!! Takk fyrir stelpuna!!

Til hamingju stelpur!! Þið eru lang flottastar ;) 

 Kidda mamma Birtu

Kidda (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:32

3 identicon

Ljómandi góð saga Þórunn :)

Inga og Kidda: Þær eru bara flottastar og alltaf jafn gaman að þjálfa þessa snillinga :)

Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband