Leita í fréttum mbl.is

Körfuboltahugtök sem við eigum að kunna

Hæ stelpur,

Þetta er það sem við höfum verið að læra og þið eigið að muna þetta. Ég mun svo smátt og smátt bæta við þennan lista.

Bakdyramegin
Notað um leikmann sem far bakvið varnarmann sinn í átt að körfunni.

Bakdyrasending
Sending á leikmann sem fer bakvið varnarmanninn í keyrslu upp að körfunni.

Bakvörður
Staða á leikvelli, í körfunni eru venjulega tveir bakverðir. Sá sem dripplar og skotbakvörður sem öllu jafnan er besta skytta liðsins.
 
Bakkari
Stytting á orðinu bakvörður

V-Cutt
Gabbhreyfing með V-hreyfingu í átt að körfunni.

Diss (sending)
Sending frá leikmanni sem keyrir inn að körfunni og “dissar” boltanum út á frían mann.

Dripplari
Sá sem kemur með boltann upp völlinn.
Einnig kallaður leikstjórnandi.

Ás
Sá leikmaður sem kemur upp með boltann í sóknina. Líka kallaður dripplari eða leikstjórnandi.

Dræf
Keyrsla upp að körfunni. “Dræfar í gegn” oft notað fyrir leikmann sem keyrir í gegn um vörnina og í átt að körfu.

Fimma
Miðherji, senter. Yfirleitt stærsti leikmaður liðsins, spilar undir körfunni.

Give and go
Sóknarhreyfing þar sem leikmaður sendir á samherja, stingur sér síðan framhjá varnarmanni sínum í átt að körfu og fær sendingu til baka. “Senda og fara”.

High post
Efsti hluti póst-svæðisins, en póstsvæði eru í kring um vítateiginn.

Hindrun (Skrín)
Sett upp af einum sóknarmanni til að fría annan. Leikmaður staðsetur sig þannig að hann hindrar varnarmann í að fylgja sóknarmanni. Oftast kallað “skrín”.


Hjálp
Gjarnan kallað af leikmanni sem missir manninn sinn fram hjá sér.


Kött að körfunni
Stunga framhjá varnarmanni í áttina að körfu, tilraun til að fá boltann.

Low post
Neðsti hluti póst-svæðisins. Þar “pósta” leikmenn gjarnan upp, eru þá með bakið í varnarmanninn og ná sér í stöðu til að fá boltann.

Niðurskrín
Þegar leikmenn setja hindrun niður, gjarnan niður á low póst.

Svindla
Þegar varnarmaður styttir sér leið t.d. í gegn um skrín er hann að svindla. Oft hægt að refsa varnarmönnum sem svindla með því að fría sig á ákveðinn hátt.

Speis (teygja á vörninni)
Pláss á velli. Leikmenn verða venjulega að búa til gott pláss í sókninni til að framkvæma hana.

kv. Jón

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband