Leita í fréttum mbl.is

Æfingin á fimmtudag

Sælar stelpur,

Ég kemst ekki á æfinguna á morgun þar sem ég verð að dæma körfuboltaleik á Sauðárkróki.

Kristjana Eir sem hefur verið með mér á æfingum verður með æfinguna ásamt Guðný.

Við höldum áfram að æfa sömu hluti og við höfum verið að gera og þær eru með það allt á hreinu.Smile

Ég sé ykkur svo hressar og kátar á föstudags-æfingunni Wink

MUNA AÐ HLUSTA Á ÞAÐ SEM  KRISTJANA OG GUÐNÝ SEGJA Á ÆFINGUNNI

Kveðja Jón.


Flott æfing í dag mánudag

Hæ stelpur,

Ég var rosalega ánægður hvað Það var góð mæting á æfinguna í dag (mánudag).

Ef þið mætið alltaf svona vel verðið þið alveg pottþétt góðar í körfubolta þegar þið verðið eldri.

Við verðum að muna að það tekur tíma að verða góð í körfubolta, og þar sem æfingarnar eru stuttar gerum við ákveðnar grunnæfingar sem munu hjálpa okkur í framtíðinni.

Drippl-æfingar, ley-up, skot, sendingar, varnar-æfingar er það sem við munum gera mikið af það sem eftir er af vetrinum.

ALLTAF AÐ MUNA AÐ KOMA MEÐ GÓÐA SKAPIÐ MÉR SÉR Á ÆFINGAR ÞVÍ ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ VERA Í FÝLU.

 Kveðja Jón


Muna eftir æfingunni á mánudaginn

Hæ hæ stelpur,

Vil minna ykkur á æfinguna á mánudaginn 11.febrúar kl. 15.30 (hálf fjögur)

MUNA AÐ MÆTA TÍMANLEGA (ef þið komist ekki eða þurfið að koma of seint er best að láta vita hér á blogginu)

Kv. Jón


Slæm veðurspá í dag föstudag

Hæ stelpur,

 Þar sem veðurstofan segir að það verði brjálað veður seinnipartinn í dag hef ég ákveðið að hafa ekki æfingu.

Pitsu og video partý sem átti að vera líka frestast um eina viku

 Sjáumst hressar á mánudag kl. 15.30

MUNIÐ AÐ MÆTA TÍMANLEGA

Kv. Jón


Æfingin á fimmtudag féll niður vegna veðurs

Hæ stelpur,

Vegna veðurs var engin æfing í dag (fimmtudag) og óvíst er hvort æfing verði á morgun þar sem veðurspáin fyrir föstudaginn er ekki góð.

Endiega fylgist með blogginu á morgun þar sem við látum vita hvort það verði æfing.

Ef það verður ekki æfing á morgun, frestum við líka pitsu-partí-inu um eina viku og stefnum á að hafa það föstudaginn 15.febrúar

kv. Jón Þjálfari


Póstmótinu frestað vegna veðurs

Hæ, hæ,

Við vorum að fá þær fréttir að vegna veðurs verður póstmótið ekki haldið um helgina.  Fréttir um hvenær mótið verður haldið verða settar hér á síðuna,,,,, svo fylgist með?

Kveðja,
Björgvin


Frí á æfingu í dag - mánudag 3. desember

Hæ stúlkur,

Það verður ekki æfing í dag, mánudaginn 3. desember.  Sjáumst hressar á æfingunni á fimmtudag!

Kveðja, frá Darrel - Björgvin

 


Minni bolti stúlkna 10. ára var að keppa á Sauðarkróki

Stelpurnar stóðu sig rosalega vel og unnu báða leikina frekar létt en það var ekkert auðvelt að skella sér beint á völlinn eftir 5 tíma rútuferð og spila tvo leiki í röð.  Þetta aftraði þeim ekki frá því að taka þetta með glans og má Keflavíkurkarfan vera stolt af þeim.

Leikar fóru:

Keflavík - Njarðvík                 38 - 17

Keflavík - Tindastóll               42 - 9

Þær sem tóku þátt að þessu sinni voru: Lovísa Ósk, Elfa, Katla Rún, Kristrós Björk, Laufey Rún, Svanhvít Ósk, Kristrún, Steinunn, Andrea, Írena Sól, Daníella og Þórdís Elsa. 

Tinna Rún, Thelma Dís, Ásta Sólilja og Guðríður Emma voru fjarri góðu gamni en koma vonandi sterkar inn næst.

Stigaskor:

Kristrún               36

Laufey Rún          34

Írena Sól             4

Elfa                     2

Steinunn             2

Svanhvít Ósk      2

Þjálfari var Margrét Sturlaugsdóttir og fararstjóri Helga Björg Helgadóttir og þakka þær stelpunum fyrir skemmtilega og árangursríka ferð.


Íslandsmót á Sauðárkróki - nýjustu fréttir

Ákveðið hefur verið að lið Keflavíkur og Njarðvíkur sameinist um rútu á Íslandsmótið á Sauðárkróki.  Kostnaður á mann er 1.500,- Áríðandi er að foreldrar mæti eftir æfinguna í dag til að ræða málið.  Munið að fylgjast með á heimasíðunni.

Kveðja,
Björgvin


Íslandsmót helgina 24. -25. nóvember.

Jæja stelpur, eru ekki allar hressar Grin.  Samkvæmt kkí síðunni þá er næsta keppni í Íslandsmótinu um næstu helgi á Sauðárkróki.  Þetta gæti hugsanlega breyst en mjög gott væri að fá að vita sem fyrst hverjar komast í þessa keppni og hvaða foreldrar gætu hugsanlega keyrt.  Best væri að við foreldrarnir reyndum að hittast með stúlkunum eftir æfingu á fimmtudag og ræða málin. 

Áfram Keflavík


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband