Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2012 | 21:47
Foreldrafundur mánudaginn 6.feb kl.20:00
Foreldrafundur verður nk. mánudag 6.feb kl.20:00 í K-húsinu við Sunnubraut. Ræða á fyrirhugaða keppnisferð stúlkna fæddar 1998, fjáraflanir o.fl. Það er mjög mikilvægt að það komi foreldri eða forráðamaður frá hverri stúlku.
Kv. Fjáröflunarnefnd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2011 | 22:00
Fjáröflun Keflavíkurstúlkna fæddar 1998
Flatkökur,kanilsnúðar og kleinur verða afhent fimmtudaginn 24.nóvember milli kl 15:00 og 17:00 að Flutningaþjónustunni (Landflutningar) Fitjabraut 1b. Þar mun mamma Andreu (Björg Færseth) afhenda vörurnar og foreldri/forráðamaður kvitta fyrir móttökunni. Stúlkurnar fá afhentann miða með sér með þeirri upphæð sem þær eiga að greiða ásamt reikningsnúmeri en allar greiðslur skulu fara í gegnum banka,merktar viðkomandi barni í skýringu. Æskilegt er að greiðsla komi innan 7 daga frá afhendingu.
Kerti verða afhent í næstu viku og gilda sömu reglur við þá afhendingu. Látum vita betur síðar með stað og stund.
Fjáröflunarnefnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2011 | 19:52
Fundur mánudaginn 3. október kl. 20:00
Sæl öll,
Mánudaginn 3. október kl. 20:00
Fundur í fjáröflunar- og skemmtinefnd í K húsinu við Sunnubraut. Áríðandi að allir foreldrar mæti (aðeins foreldrar).
Sjáumst,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 19:22
Vinnuskema fyrir Ljósanótt
Það er mjög mikilvægt að stúlkurnar séu í treyju merktri Keflavík og að foreldri sé alltaf í sölubásnum með stúlkunum. Básinn (tréskúr) er í reit B8 og merktur fána Keflavíkur.... ætti ekki að fara framhjá neinum.
Verið duglegar að skrifa í athugasemdir ef eitthvað er óljóst.
Kveðja,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2011 | 21:03
Fjáröflun á Ljósanótt - skrá sig strax
Til stendur að KarfaN, sem eru Unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur verði með sameiginlegan sölubás á Ljósanótt. Við þurfum að manna sölubásinn nk. föstudag og laugardag.
Þær stúlkur sem æfa með 8. og 9. flokki og hafa áhuga á því að taka þátt í þessari söfnun verða að skrá sig hér á bloggið fyrir kl. 20. fimmtudaginn 1. september.
ATHUGIÐ AÐ 1-2 FORELDRAR VERÐA AÐ VERA Á STAÐNUM LÍKA. FORELDRAR YKKAR ÞURFA ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSU VERKEFNI AÐ EINHVERJU LEITI.
Verið duglegar að láta allar í liðinu vita, nota facebook og hringja í hinar.
NEFNDIN
Bloggar | Breytt 1.9.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.5.2011 | 14:20
SUMARFRÍ - SUMARFRÍ - SUMARFRÍ
Hæ stelpur,
Nú tökum við gott sumarfrí í nokkrar vikur og mætum svo á nokkarar æfingar fyrir landsmótið sem verður haldið um verslunarmannahelgina á Egilsstöðum þetta árið.
Þegar líður að landsmótinu mun ég boða ykkur á æfingar.
ÞIÐ EIGIÐ ALLAR AÐ NOTA SUMARIÐ VEL OG VERA Í KÖRFU ÞEGAR ÞIÐ GETIÐ, OG OFT ER ÞAÐ BESTI TIÍMINN TIL ÞESS AÐ BÆTA SIG.
Einhverjar stelpur úr 8.flokki stúlkna verða valdar til þess að æfa körfubolta í vinnuskólanum í sumar og þá er um að gera að nýta sér það vel.
Einnig verða einhverjar æfingar fyrir 7.flokk stúlkna sem ég vil hvetja ykkur til að nota.
Gleðilegt sumar
Kv. Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2011 | 21:19
Engin æfing á fimmtudag og föstudag
Hæ stelpur,
Það verða engar æfingar á fimmtudag og föstudag.
Allar að mæta á lokahóf yngriflokkanna á fimmtudag kl 18.00 í A-sal.
Næsta æfing verður á þriðjudag.
Kv. Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2011 | 20:00
Takk fyrir frábæran dag stelpur !
Skemmtiferð föstudaginn 1. apríl tókst í alla staði frábærlega. Byrjað á LaserTag í LaserTag salnum í Kópavogi. Þar var stelpunum 22 skipt í 3 lið og kepptu allir tvo leiki. Liðunum gekk mis vel í keppninni og einstaklingunum einnig en keppnin snýst um að safna sem flestum stigum. Eftir keppnina var pizza og tilheyrandi á staðnum.
Síðan var ekið í Vestubæinn og keptur ís í Ísbúð Vesturbæjar og þaðan var farið í DHL höllina að horfa á leik þrjú í einvígi KR og Keflavíkur karla. Við fengum framlengdan leik og sáum alls 274 stig skoruð en Keflavík vann frækinn sigur 139 - 135.
Það eina sem hægt er að segja eftir þennan dag er:
TAKK KÆRLEGA FYRIR STELPUR
Myndir frá ferðinni eru komnar inn í albúm hér til hliðar.
Þið voruð sjálfum ykkur, félaginu og foreldrum algjörlega til sóma og fyrirmyndar, eins og alltaf.
ÁFRAM KEFLAVÍK!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2011 | 08:43
Skemmtiferð til Reykjavíkur !
Jæja stúlkur! Þá er komið að því að launa ykkur fyrir frábæran árangur í vetur. Nú er búið að skipuleggja skemmtiferð til Reykjavíkur nk. föstudag 1. apríl (þetta er ekki gabb).
Dagskráin er:
Kl. 15.00 Farið frá Íþróttahúsinu við Sunnubraut
Kl. 16.00 Laser-tag í Reykjavík
Kl. 17.30 Pizza og gos eftir leikina í Laser-tag
Kl. 18.00 Komið við í Ísbúð Vesturbæjar
Kl. 18.45 Mæting í DHL-höllina á leik KR-Keflavík(karla).
Kostnaður í Laser-tag er kr. 1700.- og innifalið í því eru 2 leikir, 2 pizzusneiðar og gos á eftir. Síðan þarf að hafa með sér pening til að kaupa ís og fara á leikinn hjá Meistaraflokki karla.Þið þurfið að skrá ykkur á bloggið fyrir miðvikudag og láta vita hverjir geta verið á bílum því eitthvað af foreldrum þarf að fylgja með til að keyra.
Mikilvægt er að mæta kl. 14.40 að Sunnubraut því við þurfum að leggja af stað kl. 15.00 og vera komnar kl. 15.45 á staðinn til að undirbúa leikina í Laser-tag.
Allar að mæta í nýju peysunum J
Ef einhverjar spurningar þá hafið samband við Björgu (s. 899-6490) eða Víði (s. 862-7114)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
20.3.2011 | 21:33
Keflavik Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt
- Vinna á Ljósanótt Sett inn 2. september kl. 09:18
- Iðkendur Stúlkurnar í 7. og 8. flokki og foreldrar
- Fjáröflunar- og skemmtinefnd Fjáröflunar- og skemmtinefnd
- Söfnun - uppgjör Uppgjör á söfnunarpeningum
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar