Leita í fréttum mbl.is

ÖFLUGIR FORELDRAR

Sæl veriði öll sömul,

Mig langar að þakka ykkur fyrir þann mikla áhuga sem þið sýnið stelpunum, bæði með því að mæta á æfingar og leiki hjá þeim. Þetta er í fyrsta sinn á 20 ára þjálfaraferli mínum sem foreldrar krakka sem ég er að þjálfa eru svona öflugir sem er náttúrulega bara frábært. Að það skuli vera nánast 2 foreldrar á eitt barn þegar verið er að keppa er algjör snilld. Það er ekki spurning að góður stuðningur foreldra getur gert gott lið að enn betra liði.Smile

Ég hef ákveðið að öllu óbreyttu að vera með stelpurnar í a.m.k 3 ár til að geta fylgt eftir því sem við höfum sett í gang. Ég set raunhæfar kröfur og markmið á stelpurnar, en það sem skiptir mestu máli er að hafa rosalega gaman að því að vera í körfubolta og helst að fá fleiri stelpur til að æfa.

Eins og ég segi stelpunum þá eru þær misjafnlega langt komnar í körfubolta sem gerir það að verkum að þær eru misgóðar (það skiptir mestu máli að ná sem flestum leikmönnum upp í meistaraflokk, annað skiptir minna máli), og vil ég biðja foreldra að taka tillit til þess.

Að lokum vil ég minnast á eina reglu sem mér finnst skipta miklu máli. STUNDVÍSI

Ég hef sagt stelpunum að það sé mikilvægt að mæta á réttum tíma á æfingar og fer fram á það við ykkur að hjálpa mér í því, þar sem ég veit að þið eruð mér sammála.Wink

Ef það er eitthvað sem þið eruð ekki sátt við látið mig endilega vita

kv. Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband