Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

SAMKAUPSMÓTIÐ

Hæ stelpur,

Jæja stelpur þá er komið að hinu árlega Samkaupsmóti sem verður næstu helgi (8.-9. mars)

Við ætlum að mæta með 2 lið (yngra og eldra lið) eins og í Póstmótinu og af sjálfsögðu að standa okkur eins vel, eða betur.

Endilega látið vita hvort þið ætlið að keppa eða ekki.

Blogga meira um Samkaupsmótið þegar líður á vikuna.

Kv. Jón


Mánudagur

Hæ stelpur,

Allar að mæta á æfinguna á morgun kl. 15.30-16.20 (hálf fjögur til tuttugu mínútur yfir fjögur)

Bætum inn einni nýrri sendinga-æfingu á æfingunni.

kv. Jón


ÖFLUGIR FORELDRAR

Sæl veriði öll sömul,

Mig langar að þakka ykkur fyrir þann mikla áhuga sem þið sýnið stelpunum, bæði með því að mæta á æfingar og leiki hjá þeim. Þetta er í fyrsta sinn á 20 ára þjálfaraferli mínum sem foreldrar krakka sem ég er að þjálfa eru svona öflugir sem er náttúrulega bara frábært. Að það skuli vera nánast 2 foreldrar á eitt barn þegar verið er að keppa er algjör snilld. Það er ekki spurning að góður stuðningur foreldra getur gert gott lið að enn betra liði.Smile

Ég hef ákveðið að öllu óbreyttu að vera með stelpurnar í a.m.k 3 ár til að geta fylgt eftir því sem við höfum sett í gang. Ég set raunhæfar kröfur og markmið á stelpurnar, en það sem skiptir mestu máli er að hafa rosalega gaman að því að vera í körfubolta og helst að fá fleiri stelpur til að æfa.

Eins og ég segi stelpunum þá eru þær misjafnlega langt komnar í körfubolta sem gerir það að verkum að þær eru misgóðar (það skiptir mestu máli að ná sem flestum leikmönnum upp í meistaraflokk, annað skiptir minna máli), og vil ég biðja foreldra að taka tillit til þess.

Að lokum vil ég minnast á eina reglu sem mér finnst skipta miklu máli. STUNDVÍSI

Ég hef sagt stelpunum að það sé mikilvægt að mæta á réttum tíma á æfingar og fer fram á það við ykkur að hjálpa mér í því, þar sem ég veit að þið eruð mér sammála.Wink

Ef það er eitthvað sem þið eruð ekki sátt við látið mig endilega vita

kv. Jón


Framfarir

Hæ stelpur,

Ég vil þakka ykkur fyrir frábærar æfingar í febrúar. Þið hafið verið duglegar að æfa sem sést á þeim framförum sem þið hafið tekið. Þið verðið alltaf að muna að við erum misjafnlega góðar, en þið getið samt allar tekið framförum eins og þið hafið sýnt núna á einum mánuði.

Þið hafið verið að læra mikið af nýjum hlutum sem hefur gengið bara nokkuð vel. Stundum getur verið erfitt að læra mikið af nýjum hlutum, en smátt og smátt munum við ná tökum á þessu. Ef þið verðið duglegar að æfa þessa hluti munu þeir gera ykkur betri í framtíðinni, því get ég lofað.

Þetta er eitthvað af því sem við höfum verið að læra.

SÓKN:
Ley-up (vinstri-hægri-vinstri) (hægri-vinstri-hægri)
Fake (feik) og í ley-up
Sendingar á highpost (góðar fastar sendingar)
Give and go (feika varnarmann og keyra að körfunni) (V-cut)
Fara bakdyra-megin (back-door) ef þið eruð yfirdekkaðar
Skrína fyrir manninn með boltann (þegar hann er að drippla eða á eftir að drippla)
Senda á highpost og nota V-cut (nota highpost manninn sem skrín)

VÖRN:
Elta sendingu og spila vörn
Alltaf með bakið að körfunni í vörn
Yfirdekka fyrstu sendingu (passa að sóknarmaðurinn fari ekki bakdyra megin framhjá ykkur).
Hjálpar vörn þegar boltinn er 2 eða fleiri sendingar frá ykkar manni
Alltaf að sjá boltann (tilbúnar að hjálpa hver annarri) (benda á ykkar mann og mann með boltann)

Annað sem við höfum lært:
Highpost (hæpóst) = hornin á vítalínunni 
Stilla upp í víti
Stilla upp í byrjun leiks (dómarakast)
Drive (dræv) = keyra að körfunni

Kv. Jón


« Fyrri síða

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 1220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband