17.10.2011 | 19:54
Úrslit helgarinnar og stigaskor
Frábær úrslit um helgina hjá stelpunum bæði í Kópavogi og á Akureyri! Við höldum bara áfram að bæta okkur og gera enn betur! Ekkert annað hægt að segja en að þetta var klassa helgi í alla staði! Áfram Keflavík!! :)
8.flokkur í Kópavogi:
Keflavík - Breiðablik 40 - 12
Keflavík - Njarðvík 64 - 11
Keflavík - Tindastóll 65 - 24
Stigaskor alls í 3 leikjum:
Thelma Dís 52
Emelía Ósk 25
Elfa Fals 21
Kristrós Björk 19
Svanhvít Ósk 18
Indíana Dís 17
Karítas Guðrún 6
Lilja Ösp 5
Lovísa Davíðs 4
Halla Margrét 2
Lovísa Gunnars, Daníella Líf og Tinna Björg 0.
***VÍTANÝTING liðsins var alls 13/41 !!!! 31,7 % hmmmm jæja....
7.fl að spila sem 8.fl B á Akureyri:
Keflavík - Þór Ak. 73 - 8
Keflavík - Kormákur 61 - 14
Stigaskor alls í 2 leikjum:
Birta Rós 28
Katla Rún 21
Nína Björk 8
Berglind Ásta 6
Þóra og Hanna 32 (báðar nr.12 á skýrslu)
Andrea Dögg og Þóranna 24 (báðar nr.8 á skýrslu)
Guðrún og Andrea 17 (báðar nr.9 á skýrslu)
*Ómögulegt að telja stigin þegar leikmenn eru með sama númer og ritarar aðskilja ekki leikmenn í stigaskori... Alls 6 leikmenn með sama númer, þannig að þær tvær sem voru með sama númer eru með heildartölu saman. Get ekki giskað á hvor skoraði meira osfrv..
***VÍTANÝTING liðsins um helgina 4/13!! 30,7 % hmmm...
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2011 | 16:57
Leikjaplan 7.flokks helgina 22.-23.okt
Leikstaður: Kennaraháskólinn, Reykjavík!
Laugardagur 22.okt
12:00 Keflavík - Ármann
15:00 Keflavík - Tindastóll
Sunnudagur 23.okt
11:00 Keflavík - Fjölnir
13:00 Keflavík - Hrunamenn
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2011 | 17:48
A og B liðin um helgina
Akureyrarfarar eiga mæta alls ekki seinna en 07.25 í fyrramálið fyrir utan íþróttahús Keflavíkur!!! Kostar 3500 kall á haus en það er ætlað í bensín og göngin að sjálfsögðu.. Taka þetta helsta með sér eins og handklæði, auka boli, sokka og það, búninginn og stuttbuxurnar, skóna, smá nesti osfrv... Leikir ykkar eru k.14.15 við Þór Ak og 15.30 við Kormák og ekki gleyma að þetta er dagsferð.. Ekki að taka neina sængur eða dýnur með sér sem betur fer :) Mummi fer með ykkur, Bjarni pabbi Guðrúnar keyrir rútuna og mamma Berglindar kemur líka með.. Gangi ykkur vel og vinnið alla leikina!! :)
A liðið endilega mæta horfa á strákana i fyrramálið og aðstoða á ritaraborðinu.. Svo er mæting í Smárann alls ekki seinna en 11.59 á morgun :) fyrsti leikur er við Breiðablik 12.30 !! Ég mæti líka með búninga en ef þið eigið sjálfar þá mæta líka með.. Sjáumst ferskar og tilbúnar í slaginn :)
Ég vil sjá comment frá öllum um að þið hafið séð þetta eins og um var rætt á æfingu í dag!!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.10.2011 | 12:38
Akureyrarferð part 2
Sælir foreldrar! Erum búin að fá 9 manna bíl frá Garðari Vilhjálms til að koma okkur á Akureyri en það vantar samt sem áður ennþá 1 fólksbíl svo allir leikmenn komast á leiðarenda.. Mamma Berglindar ætlar að gefa mér lokasvar í dag og ég býst við lokasvari frá Begga Ólafs í kvöld!
En ef það er einhver foreldri tilbúinn að fara með og er að sjá þetta í fyrsta skipti núna (sem ég neita að trúa!!) þá er sá aðili velkominn að hafa samband við mig NÚNA! :)
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.10.2011 | 22:32
Liðin fyrir helgina 15.-16.okt
Góða kvöldið.. Þær sem eru ekki valdar í A að þessu sinni eiga alltaf séns að komast þangað á næsta mót osfrv.. Einhverjar yngri stelpur munu spila með A í vetur og sömu sögu er að segja með eldri stelpurnar í B.. Bara halda áfram að æfa vel og bæta sig enn frekar! Ég ákvað að hafa valið mitt svona til að byrja með næstu helgi:
A liðið sem mun spila 3 leiki í Smáranum, Kópavogi:
Daníella
Elfa
Emilía
Halla
Indíana
Lilja
Lovísa Ósk
Lovísa Ósk
Karítas
Kristrós
Svanhvít
Thelma
Tinna
B liðið sem mun spila 2 eða 4 leiki á Akureyri:
Andrea Dögg
Andrea E
Birta
Berglind
Elsa
Guðrún María
Hanna
Katla
Nína
Þóra
Þóranna
Leikjaniðurröðun er í pistlinum hér fyrir neðan..
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 11:28
Breyting á leikjaniðurröðun
Því miður er sú staða komin upp að lið KR hefur dregið lið sitt úr keppni í 8.flokki kvenna. Fyrsta umferð A-riðils átti að fara fram á heimavelli KR. Í staðinn verður mótið í Smáranum og nú eingöngu á laugardeginum 15 október. Þar sem að aðeins fjögur lið eru í riðlinum og fimm lið í b-riðli fellur enginn úr A-riðli í 1. umferð.
Sömu sögu er að segja frá tengt B liðinu en lið Kormáks hættu við þátttöku á Íslandsmótinu! Eftir eru 3 lið í C riðlinum (Þór Ak, Keflavík og Grindavík) og verða allir leikirnir spilaðir á laugardeginum 15.okt! Eins og allir vita þá mun B liðið spila sína leiki á Akureyri.
Er enn að bíða eftir tímasetningum á leikjum B liðsins en leikir A liðsins í Smáranum verða eftirfarandi:
12:30 Keflavík - Breiðablik
15:30 Keflavík - Njarðvík
17:30 Keflavík - Tindastóll
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2011 | 21:08
Akureyrarferð hjá B liði 8.flokks
Væri ágætt að fá comment frá foreldrum hvort einhverjir bjóði sig fram sem fararstjórar í þessa þrælskemmtilegu ferð á Akureyri helgina 15.-16.okt? Vantar helst 1-2 foreldra með á bíl en ég er að bíða eftir að Beggi Ólafs (Birtu) gefi mér lokasvar hvort hann fari með eða ekki en ef hann er með þá vantar samt sem áður allavega 1 til viðbótar á bíl..
Ég er reyndar ekki ennþá búinn að fá staðfest hvort það verði spilað alla 3 leikina á einum degi eða ekki. Fæ þau svör vonandi á morgun og væri það afar hentugt að leika alla leikina á laugardegi helst ef svo yrði!
Liðið sem fer norður verður aðallega skipað stelpunum í 7.flokk..
Allir foreldrar að commenta takk og þeir sem geta farið með er velkomið að slá á þráðinn til mín líka.. Síminn er alltaf opinn :)
kv. Bjössi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2011 | 10:52
Leikjaplan fyrir 15.-16.okt
Góðan daginn leikmenn og foreldrar! Þá er fyrsti pistilinn af mörgum í vetur mættur beint úr ofninum..
A lið 8.flokks spilar 4 leiki í DHL höllinni (KR heimilið) og er leikjaniðurröðunin eftirfarandi:
Lau 15.okt
13:00 Keflavík - Breiðablik
16:00 Keflavík - Njarðvík
Sun 16.okt
11:00 Keflavík - KR
14:00 Keflavík - Tindastóll
B lið 8.flokks sem verður meira og minna skipað 7.flokks stelpunum mun byrja í C riðli og verður fyrsta törneringin á Akureyri. Liðin sem eru skráð til leiks ásamt okkur eru Þór Ak, Grindavík og Kormákur! Rétt leikjaniðurröðun er enn í vinnslu og kem ég með fréttir hingað inn um leið og það verður komið á hreint..
Ég vel í liðin í byrjun næstu viku..
7.flokkur mun svo keppa í sínum rétta aldursflokki helgina 22.-23.okt en ekki er enn vitað hvar sú törnering verður...
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2011 | 19:52
Fundur mánudaginn 3. október kl. 20:00
Sæl öll,
Mánudaginn 3. október kl. 20:00
Fundur í fjáröflunar- og skemmtinefnd í K húsinu við Sunnubraut. Áríðandi að allir foreldrar mæti (aðeins foreldrar).
Sjáumst,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 19:22
Vinnuskema fyrir Ljósanótt
Það er mjög mikilvægt að stúlkurnar séu í treyju merktri Keflavík og að foreldri sé alltaf í sölubásnum með stúlkunum. Básinn (tréskúr) er í reit B8 og merktur fána Keflavíkur.... ætti ekki að fara framhjá neinum.
Verið duglegar að skrifa í athugasemdir ef eitthvað er óljóst.
Kveðja,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt
- Vinna á Ljósanótt Sett inn 2. september kl. 09:18
- Iðkendur Stúlkurnar í 7. og 8. flokki og foreldrar
- Fjáröflunar- og skemmtinefnd Fjáröflunar- og skemmtinefnd
- Söfnun - uppgjör Uppgjör á söfnunarpeningum
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar