12.4.2008 | 12:35
Jæja þá er komið að því
Hæ stelpur,
Nú er komið að síðasta fjölliðamótinu (törneringunni) og liðið sem vinnur hana verður íslandsmeistari.
Nú hafið þið verið duglegar að æfa bæði hjá mér, Guðný, Kristjönu og Möggu sem þýðir það að þið eigið að vera tilbúnar í þessa leiki. Þrátt fyrir að við ætlum að vinna þetta skulum við samt ekki hafa miklar áhyggjur af þessum leikjum, heldur hafa bara hrikalega gaman því þetta snýst allt um það að hafa gaman. Þið vitið að ég þoli ekki fýlupúka, ég var búinn að segja ykkur það.
Ef þið notið það sem við höfum verið að æfa þurfum við ekki að spyrja að leikslokum.
Gangi ykkur vel á morgun
kv. Jón Þjálfari
11.4.2008 | 21:12
Leikirnir á sunnudaginn!
Íslandsmót 2008!
Þá er komið að seinusta fjölliðamótinu í bili. Hún verður haldin í Akademíunni og er mæting klukkan 10:00. Sunnudaginn 13 apríl
Leikirnir eru svona!
11:00 Keflavík - Kr
14:00 Keflavík - Tindastóll
16:00 Keflavík - Njarðvík
Muna eftir að koma með :Hollt nesti, skó, handklæði, hrein nærföt, sokka svo má alls ekki gleyma góða skapinuJ
Kveðja Guðný,Magga, Kristjana Eir
Munið svo að kvitta þegar þið hafið lesið bloggið,, endilega látið líka vita á blogginu fyrir neðan hver getur komið með hvað;)
Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2008 | 19:58
Sjoppa á sunnudag!
Nú er að koma að seinasta fjölliðamótinu og verður það haldið í Akademíunni
Hugmyndin fyrir sunnudaginn er að hafa sjoppu og vil gjarna fá að vita hverjir geta komið með hvað
Það sem vantar er:
Ávexti (banana, epli og(vínber í poka))skinku, ost og brauð fyrir samlokur, eitthvað að drekka (t.d. svala og kaffi, kökur, muffins, vöffludeig og vöfflujárn ef einhver nennir,þá sultu og sprauturjóma með því, plastglös undir kaffið og mjólk með því.
Um að gera að skrá hér á bloggið hvað þið ætlið að koma með svo allir séu ekki að koma með það sama. Fínt að allir komi með fyrir ca 1000 kr.
Kveðja þjálfarar
Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.4.2008 | 16:48
AUKAÆFING!
Hæ stelpur
Nú fer að styttast í næsta mót og við þurfum að æfa vel fyrir það.
Það verður aukaæfing í Akademíunni þriðjudaginn 8. aprílfrá klukkan 18:30-20:00
Munið svo að vera duglegar að fara út að skjóta (hitta 20 sinnum hvoru megin lágmark)
til að ná sem bestu skoti og verða betri og betri!
Hlakka til að sjá ykkur á næstu æfingu!
Kv. Kristjana Eir
Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.4.2008 | 12:58
Hvað er að frétta af ykkur?
Hæ stelpur,
Hvað er að frétta af ykkur?
Eruð þið ekki duglegar að æfa?
Eruð þið ekki stundvísar og allar með teygjur?
Þið hafið ekki gleymt því að það gilda sömu reglur á æfingum núna og þegar ég er.
Eruð þið tilbúnar að fara að keppa 12-13 apríl?
Eruð þið nokkuð búnar að gleyma öllum körfubolta-orðunum sem þið voruð búnar að læra?
Ég ætla að reyna að hafa einhverjar æfingar í sumar til að halda okkur við efnið .
það verður ekkert mál að fá frí til þess að fara í sumarfrí.
Kv. frá Kína
Jón Þjálfari
Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.3.2008 | 18:04
Sumaræfingar
Hæ stelpur,
Ef að þið hafið áhuga á að æfa körfubolta í sumar ætla ég að reyna að vera með æfingar 1-2 sinnum í viku, þannig að þið getið bætt ykkur líka yfir sumarið.
Er einhver áhugi á því að æfa í sumar?
kv. Jón
26.3.2008 | 17:59
Jæja þá styttist í næstu æfingu
Sælar stelpur,
Þá er farið að styttast í næstu æfingu sem verður á morgun fimmtudag kl. 16.50.
Þetta verður síðasta æfingin mín með ykkur á þessu tímabili þar sem ég fer til Kína á föstudag.
Kristjana og Guðný stjórna æfingunum eins og ég var búin að segja ykkur.
Kv. Jón
17.3.2008 | 19:11
ALLIR ÚT Í KÖRFU
ÞAR SEM ENGAR ÆFINGAR VERÐA NÚNA Í RÚMA VIKU VIL ÉG AÐ ÞIÐ SÉUÐ DUGLEGAR AÐ FARA SAMAN ÚT Í KÖRFU.
ÉG SÁ NOKKRAR STELPUR ÚT Í KÖRFU DAG SEM ER FRÁBÆRT. ENDILEGA AÐ FARA SAMAN Í KÖRFU.
KV. JÓN
17.3.2008 | 19:08
ÞVÍ MIÐUR ERUM VIÐ KOMIN Í PÁSKAFRÍ
Hæ stelpur,
Því miður verð ég að tilkynna ykkur það að við erum komin í páskafrí þar sem húsin eru lokuð á fimmtudag, föstudag og mánudag.
Næsta æfing hjá okkur og síðasta æfingin mín í bili verður fimmtudaginn 27.mars.
ÉG MINNI YKKUR SVO Á ÞESSA ÆFINGU ÞEGAR ÆR DREGUR.
Kv. Jón
16.3.2008 | 17:33
Körfuboltahugtök sem við eigum að kunna
Hæ stelpur,
Þetta er það sem við höfum verið að læra og þið eigið að muna þetta. Ég mun svo smátt og smátt bæta við þennan lista.
Bakdyramegin
Notað um leikmann sem far bakvið varnarmann sinn í átt að körfunni.
Sending á leikmann sem fer bakvið varnarmanninn í keyrslu upp að körfunni.
Bakvörður
Staða á leikvelli, í körfunni eru venjulega tveir bakverðir. Sá sem dripplar og skotbakvörður sem öllu jafnan er besta skytta liðsins.
Bakkari
Stytting á orðinu bakvörður
V-Cutt Gabbhreyfing með V-hreyfingu í átt að körfunni. |
Diss (sending) Sending frá leikmanni sem keyrir inn að körfunni og dissar boltanum út á frían mann. |
Dripplari
Sá sem kemur með boltann upp völlinn.
Einnig kallaður leikstjórnandi.
Ás Sá leikmaður sem kemur upp með boltann í sóknina. Líka kallaður dripplari eða leikstjórnandi. |
Dræf
Keyrsla upp að körfunni. Dræfar í gegn oft notað fyrir leikmann sem keyrir í gegn um vörnina og í átt að körfu.
Fimma
Miðherji, senter. Yfirleitt stærsti leikmaður liðsins, spilar undir körfunni.
Give and go
Sóknarhreyfing þar sem leikmaður sendir á samherja, stingur sér síðan framhjá varnarmanni sínum í átt að körfu og fær sendingu til baka. Senda og fara.
High post
Efsti hluti póst-svæðisins, en póstsvæði eru í kring um vítateiginn.
Hindrun (Skrín) Sett upp af einum sóknarmanni til að fría annan. Leikmaður staðsetur sig þannig að hann hindrar varnarmann í að fylgja sóknarmanni. Oftast kallað skrín. |
Hjálp Gjarnan kallað af leikmanni sem missir manninn sinn fram hjá sér. |
Kött að körfunni
Stunga framhjá varnarmanni í áttina að körfu, tilraun til að fá boltann.
Low post
Neðsti hluti póst-svæðisins. Þar pósta leikmenn gjarnan upp, eru þá með bakið í varnarmanninn og ná sér í stöðu til að fá boltann.
Niðurskrín
Þegar leikmenn setja hindrun niður, gjarnan niður á low póst.
Svindla
Þegar varnarmaður styttir sér leið t.d. í gegn um skrín er hann að svindla. Oft hægt að refsa varnarmönnum sem svindla með því að fría sig á ákveðinn hátt.
Speis (teygja á vörninni)
Pláss á velli. Leikmenn verða venjulega að búa til gott pláss í sókninni til að framkvæma hana.
kv. Jón
Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Ýmislegt
- Vinna á Ljósanótt Sett inn 2. september kl. 09:18
- Iðkendur Stúlkurnar í 7. og 8. flokki og foreldrar
- Fjáröflunar- og skemmtinefnd Fjáröflunar- og skemmtinefnd
- Söfnun - uppgjör Uppgjör á söfnunarpeningum
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar