15.1.2011 | 21:59
Flúðir um næstu helgi 22.-23.janúar
Hæ stelpur,
Nú er komið að þriðju törneringunni og verður hún haldin a Flúðum.
Eins og vanalega eru foreldrar ábyrgir fyrir því að koma sínu barni á staðinn, og ef foreldrar komast ekki sjálfir í þessa ferð þá er um að gera að tala við aðra foreldra sem eru að fara og reyna að fá far með þeim.
Einnig vantar okkur foreldra (1-2) til að gista með stelpunum í skólanum, og ekki væri verra ef þeir kunna góðar draugasögur.
Fyrsti leikurinn okkar er á laugardeginum 22.janúar kl. 14.00 og viljum við vera klæddar og tilbúnar kl. 13.30.
Liðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum.
Kristrún - fer á föstudeginum
Irena - fer á föstudeginum
Ásta
Svanhvít - fer á föstudeginum
Nína - fer á föstudeginum
Laufey
Thelma - fer á föstudeginum
Elfa - fer á föstudeginum
Kristrós - fer á föstudeginum
Elva Lísa- fer á föstudeginum
Karen
Indíana
Þóra
Emelía Ósk - fer á föstudeginum
Kv. Jón
Bloggar | Breytt 18.1.2011 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2011 | 12:49
Engin æfing laugardaginn 15.janúar 2011
Hæ stelpur,
Það verður engin æfing laugardaginn 15.janúar 2011
Næsta æfing verður þriðjudaginn 18.janúar
Kv. Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ stelpur,
Þar sem þið hömpuðuð íslandsmeistaratitli í apríl 2010 eigið þið að mæta í íþróttahúsið í Njarðvík kl. 13.00 og taka á móti viðurkenningu.
Látið Þetta endilega berast á allar stelpurnar.
Kv. Jón
p.s.
Næsta æfing verður svo á þriðjudag kl. 16.00
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2010 | 21:43
Kerti og fleira
Hæ öll,
það eru 14 pakkar af útikertum og 7 pakkar af innikertum eftir. Ef einhverjar vilja selja meira þá geta þær sótt kertin heim til Kristrúnar.
Halla Margrét, er pabbi þinn kominn með rétta mottu bílstjóramegin í ww bílinn? Ef ekki þá verðum við að finna út úr því. Vinsamlegast láta vita í athugasemdadálknum.
Muna að vera dugleg að skila því sem safnast hefur við sölu á kertum, pennum og bílaþvottinum.
Kveðja,
Björgvin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2010 | 21:24
Bílaþvottur - skila því sem safnaðist
Sæl öll og takk fyrir góða helgi,
Þið voruð hrikalega dugleg í bílaþvottinum. Nú skiptir máli að skila peningnum sem safnaðist sem allra fyrst. Best er að þið leggið beint inn á reikninginn. Muna að setja í skýringu "nafn stúlku - bílar". Upplýsingar um reikninginn er í tengli "söfnun - uppgjör" vinstra megin á síðunni.
Muna líka að vera dugleg að skila því sem safnast hefur við sölu á kertum og pennum.
Kveðja,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2010 | 22:45
Fjáröflun - kerti
Hæ, hæ,
Við erum komin með slatta af kertum til viðbótar. Þær sem voru búnar að panta kerti fyrir sl. mánudag geta sótt kerti heim til Kristrúnar (Hamragarð 4). Við fáum svo enn meira af kertum á fimmtudag eða föstudag.
Muna að vera duglegar að skila peningnum til Víðis eða leggja inn á reikninginn. Upplýsingar um reikninginn er í tengli "Söfnun - uppgjör" vinstra megin á síðunni.
Kveðja,.....nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2010 | 08:48
Fjáröflun - bílaþvottur
Bílbót og Lagnaþjónusta Suðurnesja leggja til bón og annað efni sem þarf við verkið. Við munum bóna nokkra bíla fyrir þá í staðin. Sparisjóður Keflavíkur ætlar að lána okkur Selvík 3 sem er í sama hverfi og Múrbúðin - gamla Allt hreint húsið" til að þrífa í.
Athugið að það er skilyrði að a.m.k. einn fullorðinn fylgi hverri stúlku.
Við ætlum að byrja kl. 15:00, föstudaginn 3. desember og þurfa þær sem ætla að taka þátt í söfnuninni að koma með fyrsta bílinn þá. Eftir að við höfum lokið við að þrífa og bóna alla bílana verður hægt að skila þeim og sækja seinni bílinn sem verður forþrifinn inn í hús og látinn þorna yfir nóttina. Á laugardagsmorgun verður byrjað kl. 09:00 og reiknað er með að við verðum búin um kl. 15:00.
Þær sem ætla að taka þátt í þessari söfnun verða að skila inn auglýsingunni með upplýsingum um bílana í síðasta lagi á æfingunni þann 2. desember.
Vonumst til að sem flestar taki þátt,
NEFNDIN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2010 | 18:00
Kertasala
Okkur skilst að kertasalan gangi mjög vel. Ef einhverjar vilja selja meira af kertum þá endilega látið vita í athugasemdadálknum og tilgreinið hvað þið viljið fá mikið í viðbót. Athugið að við þurfum að borga kertin sem við erum þegar búin að fá áður en við getum pantað meira. Það liggur því á að þið skilið peningunum sem fyrst til Víðis eða leggið þá inn á reikninginn. Upplýsingar um reikninginn er í tengli vinstra megin á síðunni "söfnun - uppgjör".
Kveðja,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.11.2010 | 17:12
Liðið um helgina í 7.flokki stúlkna
Hæ stelpur,
Eins og fram hefur komið á æfingum og á blogginu verður liðið um helgina skipað 12 leikmönnum þar sem eingöngu er leyfilegt að hafa 12 leikmenn á skýrslu.
Fyrsti leikur okkar er kl 12.00 og við skulum vera mættar í okkar búningum 11.30 tilbúnar í slaginn.
Seinni leikurinn verður kl 15.
Liðið um helgina er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Thelma
Svanhvít
Elfa
Kristrós
Tinna
Emelía
Karitas
Daniella
Þóra
Indíana
Andrea D.
Þið sem eruð að fara að keppa um helgina eiga að mæta í mat heima hjá Thelmu Dís kl. 18.30 - 21.00.
Kv. Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2010 | 13:55
Fjáröflun
Við höfum pantað slatta af kertum frá Kertaverksmiðjunni Heimaey. Kertin eru framleidd á vernduðum vinnustað í Vestmannaeyjum. Þau eru úr sérstöku hreinsuðu vaxi í hæsta gæðaflokki.
Settir verða saman pakkar með kertum sem er tilvalið nota í aðventukransa og einnig pakkar með 4 útikertum. Við munum selja þetta á mjög hóflegu verði.
Þær sem vilja taka þátt í þessari söfnun þurfa að mæta í íþróttahúsið við Sunnubraut á morgun, laugardaginn 20. nóvember kl. 13:00, til að flokka í poka. Gott væri að sem flestir foreldrar mæti. Verkið ætti ekki að taka nema stutta stund.
Kveðja,
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Ýmislegt
- Vinna á Ljósanótt Sett inn 2. september kl. 09:18
- Iðkendur Stúlkurnar í 7. og 8. flokki og foreldrar
- Fjáröflunar- og skemmtinefnd Fjáröflunar- og skemmtinefnd
- Söfnun - uppgjör Uppgjör á söfnunarpeningum
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1486
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar