Leita í fréttum mbl.is

Framfarir

Hæ stelpur,

Ég vil þakka ykkur fyrir frábærar æfingar í febrúar. Þið hafið verið duglegar að æfa sem sést á þeim framförum sem þið hafið tekið. Þið verðið alltaf að muna að við erum misjafnlega góðar, en þið getið samt allar tekið framförum eins og þið hafið sýnt núna á einum mánuði.

Þið hafið verið að læra mikið af nýjum hlutum sem hefur gengið bara nokkuð vel. Stundum getur verið erfitt að læra mikið af nýjum hlutum, en smátt og smátt munum við ná tökum á þessu. Ef þið verðið duglegar að æfa þessa hluti munu þeir gera ykkur betri í framtíðinni, því get ég lofað.

Þetta er eitthvað af því sem við höfum verið að læra.

SÓKN:
Ley-up (vinstri-hægri-vinstri) (hægri-vinstri-hægri)
Fake (feik) og í ley-up
Sendingar á highpost (góðar fastar sendingar)
Give and go (feika varnarmann og keyra að körfunni) (V-cut)
Fara bakdyra-megin (back-door) ef þið eruð yfirdekkaðar
Skrína fyrir manninn með boltann (þegar hann er að drippla eða á eftir að drippla)
Senda á highpost og nota V-cut (nota highpost manninn sem skrín)

VÖRN:
Elta sendingu og spila vörn
Alltaf með bakið að körfunni í vörn
Yfirdekka fyrstu sendingu (passa að sóknarmaðurinn fari ekki bakdyra megin framhjá ykkur).
Hjálpar vörn þegar boltinn er 2 eða fleiri sendingar frá ykkar manni
Alltaf að sjá boltann (tilbúnar að hjálpa hver annarri) (benda á ykkar mann og mann með boltann)

Annað sem við höfum lært:
Highpost (hæpóst) = hornin á vítalínunni 
Stilla upp í víti
Stilla upp í byrjun leiks (dómarakast)
Drive (dræv) = keyra að körfunni

Kv. Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Stúlkurnar í 7. og 8. flokki
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband